Victoria Bruce gengur til liðs við FH

Victoria Frances Bruce hefur gengið til liðs við FH. Hún skrifaði undir samning um að spila með liðinu út þetta keppnistímabil. Síðast spilaði hún með Glasgow Rangers í Skotlandi en þar áður spilaði hún með Norður- Karólína háskólanum en það er sama lið og Lindsey Harris, markvörður FH, spilaði með áður en hún kom til FH. Vicktoria er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið nokkrar stöður á vellinum. Við bjóðum hana velkomna til FH en hún mun koma til landsins um næstu mánaðamót og verður því klár í slaginn eftir landsleikjahléið í byrjun júní.

 

Vicky að fagna marki

Aðrar fréttir