Við vinnum 29-27

Við vinnum 29-27

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona og FH-ingur, er bjartsýn fyrir leik FH gegn Haukum á morgun, mánudag, en þá mætast handknattleikslið félaganna í N1-deild karla. Leikurinn er algjör stórleikur og er Silja einn margra spekinga sem FH.is hefur fengið undanfarna til að spá í spilin. Silja lætur það ógert að senda einhverja kveðju á hitt liðið, en spáir sigri okkar manna; 29-27.

Sæl Silja. Fyrir það fyrsta, hvernig leggst Haukaleikurinn í þig?
Silja: “Heyrðu vel, ég hef fulla trú á okkar mönnum (en ekki hvað)! Þeir eru í banastuði þessa dagana með Óla upp í skýjunum með bronzið, og Bjarni Fritz jafna sig á meiðslunum, og markmaðurinn virðist duglegur að vera fyrir 😉 Frábært lið í heildina og við tökum þessa rimmu!

Eitthvað sérstakt sem þú telur að við þurfum að passa best gegn Haukunum? Veikleikar eða styrkleikar?
Silja: “Vera skynsamir og nota færin vel, halda haus og ekki láta þessa Haukamenn æsa okkur upp í einhverja vitleysu. Svo höfum við í huga það sem Alexander “superman” gerði og ættum kannski að æfa það ef þeir komast í hraðarupphlaup.”

Hvað telur þú að okkar menn geti nýtt sér best í leiknum?
Silja: “Leikurinn er í Kaplakrika og ég trúi ekki öðru en við verðum fjölmennari en hinir.”

Ertu með einhver skilaboð til samstuðningsmanna þinna?
Silja: “Koma svo FH ingar við mætum á leikinn og styðjum okkar menn, allir að mæta með trommur, lúður, klappirnar, og verum á háa C-inu! Stemmningin skiptir öllu máli í þessum leikjum.

Við vinnum 29-27. ÁFRAM FH!”

Aðrar fréttir