
Við vinnum þennan leik, ekki spurning
Kunningi okkar allra, Jón Páll Pálmason, er bjartsýnn fyrir leik FH-liðsins í N1-deild karla í kvöld. Eins og flestir vita þá mæta FH-ingar Haukunum í kvöld.
Jón Páll hefur til margra ára þjálfað yngri flokka FH í mörg ár, en nú hefur hann stokkið frá borði og tekið við skipinu fyrir austan, Hetti á Egilsstöðum í knattspyrnu.
Hvernig líst þér á leikinn í kvöld?
Jón Páll: Mér líst að sjálfsögðu vel á leikinn í kvöld, sérstaklega þar sem um nágrannaslag er að ræða. Við erum búnir að vera slakir undanfarið en vonandi ná menn að rífa sig upp, það er nauðsynlegt að sigra haukana í kvöld.
Ertu bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld?
Jón Páll: Ég er hæfilega bjartsýnn. Það vita allir að FH-liðið er mjög öflugt en það hefur líka komið í ljós að liðið getur verið misjafnt. Við höfum þó spilað ágætlega gegn haukunum í vetur þó svo að hlutirnir hafi ekki alveg dottið fyrir okkur. Eins og ávallt í handboltanum þá er þetta spurning um að vera berja duglega frá sér í vörninni og að markmennirnir nái að vera fyrir, þá vinnum við.
Hverjir teluru að séu styrkleikar og veikleikar Haukanna?
Jón Páll: Haukarnir eru með gott lið. Þeir eru góðir í vörn og yfirleitt verja þeir slatta í markinu og svo eru þeir með góða sóknarmenn. Liðið er líka reynt og það munar miklu fyrir þá. Þeir eru þó ekki ósigrandi og ég vil meina að það snúist um hvernig FH liðið spili í kvöld hvernig fer, ef við spilum góða vörn og öfluga sókn þá eiga þeir ekki möguleika í okkur.
Enn styrkleikar okkar?
Jón Páll: FH-liðið getur eiginlega allt. Við höfum oft spilað hörkuvörn en samt eru fá lið búin að fá fleiri mörk á sig! Sóknarlega er liðið líka nokkuð öflugt. Liðið þarf bara að hitta á góðan leik í kvöld og sýna úr hverju þeir eru gerðir…
Er ekki klassík að fylla húsið og vinna nú Haukana í eitt skipti fyrir öll?
Jón Páll: Það er nokkuð ljóst að FH-stúkan verður full í kvöld og haukarnir láta sig væntanlega ekki vanta heldur. Við vinnum þennan leik, ekki spurning.