Viðar í stjórn ECA.

Viðar Halldórsson formaður aðalstjórnar FH var í gær kosinn í stjórn ECA, sem er samband knattspyrnufélaga í Evrópu.

ECA varð til árið 2008 og tók við af öðrum samböndum sem hétu G-14 samtökum sem hagsmunafl knattspyrnufélaga í Evrópu. Samtökin eru viðurkennd af UEFA og samanstanda af yfir 200 félögum, þar og meðal FH og KR. Formaður framkvæmdastjórnar ECA er Andrea Agnelli frá Juventus og meðal þekktra stjórnarmanna er Edwin van der Sar frá Ajax, Ivan Gazidis frá Arsenal, Ed Woodward frá Manchester United og Josep Maria Bartomeu frá Barcelona.

Við óskum Viðari til hamingju með kjörið.

Aðrar fréttir