Víðavagnshlaup Hafnarfjarðarar.

Víðavagnshlaup Hafnarfjarðarar.

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar

Sumardaginn fyrsta, 25. apríl n.k. fer fram Víðavangshlaup Hafnarfjarðar.

Hlaupið hefst á Víðistaðatúni kl. 13.00 og verður hlaupið um Víðistaðasvæðið.

Allir keppendur fá verðlaunaskjöl og þrír fyrstu í hverjum flokki fá verðlaunapeninga.

Sigurvegarar í flokkum fá bikara.

Verðlaun eru gefin af Hafnarfjarðarbæ.

Ath. ekkert þátttökugjald.

Keppt er í eftirtöldum flokkum:

Aldur Vegalengd

5 ára og yngri strákar og stelpur (1997 og síðar) ca 200 m.

6 – 7 ára strákar og stelpur (1995-1996) ca. 300 m.

8 – 9 ára strákar og stelpur (1993-1994) ca. 400 m.

10 – 12 ára strákar og stelpur (1990-1992) ca 1000 m.

13 – 14 ára piltar og telpur (1988-1989) ca 1000 m.

15 – 18 ára drengir og stúlkur (1984-1987) ca 2000 m.

19 – 29 ára karlar og konur (1973-1983) ca 2000 m.

30-49 ára konur (1953-1972) ca 2000 m.

30 – 39 ára karlar (1963-1972) ca 2000 m.

40-49 ára karlar (1953-1962) ca. 2000 m.

50 ára og eldri karlar og konur( 1952 og fyrr) ca. 2000 m.

Keppendur 15 ára og eldri hlaupa fyrst.

Þá hefst keppnin hjá þeim yngstu og upp úr.

Undanfari verður með yngstu keppendunum.

Frjálsíþróttadeild FH sér um framkvæmd hlaupsins.

Nánari upplýsingar um hlaupið veitir:

Sigurður sími: 5651114 og 8992960.

Aðrar fréttir