Viðtal: Elvar Erlingsson

Viðtal: Elvar Erlingsson

Hvernig er hefur veturinn verið hingað til Elvar?

Bara ljómandi vel, allt á áætlun eins og staðan er í dag.

Hvaða markmið setti hópurinn sér fyrir tímabilið?

Það er eitt yfirmarkmið og það er að spila í efstu deild næsta tímabil.

Nú er liðið ungt að árum er ekkert erfitt hafa hemil á þessum gemlingum?

Nei alls ekki það er frekar að þeir eldri séu erfiðir í taumi. Annars eru allir að

standa sig mjög vel.

Hvaða leikmenn myndir þú segja að hefðu dregið vagninn fræga í vetur?

Ég vil nú ekki setja neinn sérstakan á vagninn, það hafa allir skilað sínu hlutverki í

liðinu ágætlega, sameinaðir stöndum vér og sundraðir föllum vér.

Eru einhverjir leikmenn sem við eigum eftir að sjá meira frá eftir áramót?

Já væntanlega verðum við áfram í framför og einhverjir leikmenn eiga eftir að skína

skærar en þeir gera í dag.

Þarf að styrkja hópinn fyrir barátunna framundan?

Já það þarf að þétta einhverjar stöður fyrir næsta tímabil.

Hvaða lið eru að veita okkur mestakeppni í deildinni?

ÍR, Selfoss og einnig Víkingar sem eru að bæta sig mest af okkar keppinautum

Hvers vegna gengur þú undir nafninu “frasakóngurinn” í Krikanum?

Ætli að sé ekki best að Heiðar Arnarson tjái sig um það!

Hver kenndi þér alla frasana?

Ég fór nú á námskeið í fræðunum þegar ég var ungur drengur í sveit á Stöðvarfirði. Þar var maður er Helgi hét og var hann lunkinn að koma þessu frá sér.

Hvernig finnst þér 1. deildin hafa verið í vetur?

Hún náttúrulega skiptist í tvo ólíka hluta og hefur það reynst erfitt að halda góðum stíganda vegna vægast sagt ólíkra leikja.

Hvaða leikmenn hafa skarða frammúr í vetur bæði í FH og öðrum liðum?

Ég lít á FH liðið sem eina heild og hef svo sem enga sérstaka skoðun á frammistöðu einstakra

leikmanna annarra liða.

Ertu sáttur við aðkomu fjölmiðla að deildinni?

Nei hún er bæði lítil og léleg og þess vegna er bara að drífa sig upp um deild. Vil samt nota tækifærið og hrósa handbolti.is fyrir frábært framtak.

Fer FH liðið í úrvalsdeild næsta vetur?

Já það tel ég að sé raunhæf krafa.

Hvað þarf til að FH komist hæstu hæðir í handboltanum á nýjan leik?

Vinna skipulega, vera framsýnir og nota þá innviði sem við eigum í félaginu þannig að

einhver sál sé til staðar.

Heldurðu að það muni takast?

Já ég held það, nema einhver snillingurinn muni farast úr óþolinmæði og byrja að kaupa sér árangur. Það er fullreynt hjá handknattleiksdeild FH!

Einhver skilaboð að lokum til FH – inga?
Já eins og venjulega þá bið ég um

jákvæðni og traust!
Elvari er þakkað fyrir spjallið og er óskað gleði og ánægju yfir hátiðarnar.

Aðrar fréttir