Viðtal – Guðmundur Pedersen

Viðtal – Guðmundur Pedersen


 

Jæja Gummi, nú ertu kominn aftur í þinn heimaklúbb eftir smá fjarveru hjá erkifjendum vorum… Hvernig er tilfinningin að koma aftur? Var ekkert erfitt að fara yfir til aðalmótherjans í bænum? Hvernig var tíminn þar?

Tilfinningin að vera aftur komin heim í FH er að sjálfsögðu góð, því er ekki að leyna.  Að sjálfsögðu var það skrítið þegar ég fór á mína fyrstu æfingu á Ásvöllum, það var hlutur sem ég bjóst aldrei við að gera á lífsleiðinni, en engin veit sína ævi fyrr en öll er.  Ég ætlaði mér aldrei að spila fyrir annað lið en FH, en það þarf víst vilja frá báðum til að það gangi upp, það var ekki nóg að ég hafði áhuga á því.  Mér var vel tekið hjá Haukum, bæði af félögunum, fólkinu í pöllunum og svo stjórnarmönnum, ég veit alla vega ekki annað.  Tíminn þar var skemmtilegur og lærdómsríkur, við spiluðum í evrópukeppnum bæði árin þar af Meistaradeildinni annað árið og það var mjög gaman að prófa það

Hvernig líst þér á mannskapinn í vetur og hverja telurðu möguleika okkar vera?

Mér líst nokkuð vel á okkar hóp, við verðum klárlega í baráttunni að komast upp, ásamt Víkingum, ÍR-ingum og Selfyssingum, það er svona það sem maður sér í þessu fyrir fram, ef menn leggja á sig mikla vinnu og einbeita sér að verkefninu er ekki spurning að við förum upp í vor

Nú ert þú á gamals aldri og hefur spilað fleiri leiki en flestir aðrir… Áttu alveg nóg eftir í boltanum? Ertu búinn að setja þér einhver markmið með FH til lengri tíma?

Aldur er afstæður og ef maður hefur gaman af þessu og líkaminn er þokkalegur er svo sem engin ástæða til að hætta þessu.

Nú er leikur á föstudaginn kemur við Víking í víkinni… Klárlega 2 á þennan leik ekki satt?

Ef við ætlum okkur eitthvað í deildinni er Víkingur eitt af þeim liðum sem við þurfum að sigra

Einhver vel valin orð að lokum til stuðningsmanna FH sem bíða í ofvæni eftir leiknum á föstudag?

Bara þetta týpíska, mætið og styðjið…

Svo mörg voru þau orð… Ritstjórn þakkar Gumma fyrir innleggið og hvetur alla FHinga að mæta í fyrsta leik í vetur sem verður í víkinni föstudaginn 28. september kl 19!

Aðrar fréttir