Viðtal – Valur Örn Arnarson

Viðtal – Valur Örn Arnarson




Sæll Valur, hvernig hefurðu það? Nóg að gera?


Ég hef það mjög gott og það er bókstaflega allt vitlaust að gera þessa daganna! Ég er að kenna í skólanum, síðan að kenna á bílinn og einnig að brölta í boltanum. Já, ég var næstum því búinn að gleyma því að ég er einnig giftur og þriggja barna faðir! En maður tekur það bara með vinstri hendinni (er það ekki Hrafnhildur).. …..

Nú eru 4 leikir búnir, og sigrar í þeim öllum, hvernig líst þér á framhaldið?
Mér líst mjög vel á framhaldið, næsti leikur á móti Gróttu sem við eigum að sigra. Við á góðri siglingu en þeir ekki eins beittir og í fyrra. Síðan toppslagurinn við ÍR og eigum við harma að hefna eftir að þeir slógu okkur út í bikarnum. Við eigum mikið ennþá inni og eru þjálfararnir á fullu að toga okkur niður á jörðina og halda okkur við efnið. Gengur misvel þar sem að helmingurinn af mannskapnum skilur ekki tungumálið (frasanna) sem þjálfarinn talar við okkur á sínum einkar stuttu og hnitmiðuðu fundum.

Það vita það ekki allir Valur en þú ert uppalinn Valsari, ólst upp í handbolta með fræknum mönnum eins og Óla Stef og Degi Sig. Hvernig var það, er eitthvað Vals-element í þér, fyrir utan að nafn þitt er Valur? Geturðu lýst í stuttu máli tíma þínum þar?
Ég var í Val frá 12 – 20 ára aldurs og eignaðist þar flesta af mínum bestu vinum í dag. Við vorum náttúrulega langbestir og unnum flest allt það sem hægt var að vinna á þeim tíma. Í dag hittumst við reglulega og þá iðulega undir merkjum Spilafélagsins Þröstur, sem er félag sem við stofnuðum í 4.flokki. Starfsemi þess snýst að meginhluta um að hittast, spjalla, spila og borða kökur. Reyndar var annað félag stofnað af okkur nokkru síðar en það var Drykkjufélagið Traustur og verð ég að viðurkenna að á tímabili var starfsemi þess miklu viðameiri en spilafélagsins. En eins og ég sagði eignaðist ég marga góða vini þarna sem mér finnst vera það mikilvægasta sem þessi tími gaf okkur.  

Svo fórstu í KA hjá núverandi landsliðsþjálfara, hvernig var að vera hjá tröllinu?
Það var magnað að vera fyrir norðan á þessum tíma. Mikill uppgangur í handboltanum og Alfreð kominn heim til að taka við þjálfun liðsins. Maðurinn var og er í guðatölu hjá íslensku þjóðinni. Við hefðum kúkað á parketið ef hann hefði beðið okkur um það. Fyrir tímabilið sagði hann við okkur að hann væri ekki með neina reglu varðandi skemmtanir (fyllerí). Ef að við værum fullir deginum fyrir leik en spiluðum síðan leikinn eins og snillingar, væri honum alveg sama. En…..en ef við spiluðum leikinn eins og aumingjar og hann kæmist að því að við hefðum verið að skemmta okkur, þá……….. Ég hafði vit á því að láta aldrei reyna á þetta.

Svo rann þér blóð til skyldunnar og komst til FH, hefur haft ýmsa þjálfara og marga liðsmenn, gleði og sorgir, endilega segðu okkur frá því.
Það hefur ekkert bólað á titlum þessi tímabil sem ég hef spilað með FH og í rauninni höfum við ekki einusinni verið nálægt því fyrir utan tímabilið ´98-´99. Það hafa verið margir þjálfarar og ótrúlegur fjöldi leikmanna sem hafa farið í gegnum Krikann þessi ár. Ég held að við höfum misst að meðaltali 6-8 góða leikmenn á hverju timabili sem er ekki góð uppskrift að árangri. Þessi tími hefur hins vegar verið mjög skemmtilegur og hef ég eignast marga vini og kunningja á þessu tímabili. En ég finn að það styttist í titilinn og

Aðrar fréttir