Viðtal við Bjarna Fritzson

Viðtal við Bjarna Fritzson

FH.is ákvað að heyra í markahæsta leikmann Akureyrar á þessu tímabili enn sem komið er, Bjarna Fritzyni. Bjarni lék sem kunnugt er með FH í fyrra.


Bjarni í FH-búningnum fallega – ekki á morgun, samt.

Jæja Bjarni. Nú snýrð þú aftur í Krikann eftir félagaskipti þín yfir til Akureyrar, hvernig líst þer á leikinn?
“Bara mjög vel, toppslagur af bestu gerð og þannig leikir eru mér að skapi.”

Hverjir telurðu að styrkleikar FH séu?
“FH-liðið er gríðarlega vel mannað og vart veikan blett að finna.”

Telur þú möguleika ykkar góða á morgun?
“Ég lít á þetta sem 50/50 leik.

Þú býst væntanlega við góðri mætingu í Krikanum, enda stórleikur. Hverjar heldurðu að viðtökurnar við þér sjálfum verði?
“Já trúi ekki öðru en að það verði pakkað enda stærsti leikur 1 umferðarinnar. Ég hef nú bara ekki verið að pæla mikið í því, vona bara að það verði dúndrandi stemming og hressleiki.”

Viðtal og uppsetning: Anton Ingi Leifsson

Aðrar fréttir