Viðtal við Jón Rúnar formann knattspyrnudeildar

Viðtal við Jón Rúnar formann knattspyrnudeildar

Sæll Jón Rúnar og velkominn í viðtal hjá FHingar.net 

Takk.

Til hamingju með endurkjörið þitt sem formaður knattspyrnudeildar FH.

Já takk fyrir það.

Nú ert þú að hefja þitt 9 tímabil sem formaður knattspyrnudeildar. Hvernig kom það til að þú settist í stjórn knattspyrnudeildar og hvað ertu búinn að sitja þar lengi, og hve lengi sem formaður?

Ég kem fyrst að stjórn knattspyrnudeilar FH 1985 og þá sem formaður og hef verið í framvarðarsveit deildarinnar síðan.

Nú var aðalfundur knattspyrnudeildar haldinn í síðustu viku og tókst hann mjög vel, hverjir voru kosnir í stjórn knattspyrnudeildar fyrir árið 2013? 

Aðalfundur knattspyrnudeildar hefur verið vel sóttur af stuðningsmönnum og sem betur fer koma menn þangað í þeim tilgangi að fylgjast með og segja skoðanir sínar á mönnum og málefnum.

Stjórn knattspyrnudeildar skipa, Lúðvík Arnarson sem er varaformaður, frá barna og unglingaráði koma Thelma Jónsdóttir og Helgi Halldórsson, frá kvennaráði komar Sigríður Guðmundsdóttir og Auðun Helgason. Axel Guðmundsson kemur inn sem fulltrúi stuðningsmanna og Steinar Stephensen er það sem kalla má allra hópa maður. Úr stjórn gengu þeir Knútur Bjarnason, Árni Rúnar Karlsson og Kristinn Jóhannesson og vil ég þakka þeim þeirra framlag og gott samstarf.

Nú hætti hann Kiddi “frændi” í stjórn knattspyrnudeildar eftir 22 ár í stjórn. Nú hefur hann sinnt nánast öllum störfum innan knattspyrnudeildar, hefði Kiddi getað orðið góður þjálfari?

Kidda er margt til lista lagt og hefur hann sýnt það og sannað í þau fjölmörgu ár sem hann hefur unnið fyrir FH. Hann hefur ekki tekið að sér þjálfun og tel  ég það svara spurningunni. Ég vil fá að nota tækifærið og þakka Kidda fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir félagið frá því hann fyrir mörgum árum byrjaði að vinna með okkur. Kiddi er þannig maður að þótt hann hafi nú stigið til hliðar sem stjórnarmaður er hann FHingur heill í gegn og mun að sjálfsögðu halda áfram að vinna að framgangi félagsins.

Hvernig líst þér á komandi tímabil og hver eru helstu verkefni nýrrar stjórnar?

-Mér líst vel á komandi tímabil og á það við um allt starfið. Við erum vel mannaðir í m.fl. karla þar eru topp þjálfarar við stjórnvölinn, þeir vita til hvers er ætlast af þeim. Meistaraflokkur kvenna er á góðri leið með að treysta sig í sessi á meðal þeirra bestu og ljóst að framtíðin er björt. Yngri flokkar okkar eru í

Aðrar fréttir