Viðtal við Loga Geirsson

Viðtal við Loga Geirsson

Logi Geirsson mun spila sinn fyrsta alvöruleik í Kaplakrika á morgun, þegar Afturelding, kemur í heimsókn – en leikurinn er í fyrstu umferð N1-deildar karla. Logi er spenntur fyrir leiknum.

 

,,Mér líst bara vel á þennan fyrsta leik, það er allt orðið klárt fyrir tímabilið. Núna er það bara einn leikur í einu og það verður þannig allt tímabilið,” sagði Logi þegar blaðamaðnn bar að garði.

 

,,Við ætlum að nýta styrkleika okkar í ár; mjög þéttur og vel samstilltur hópur og við erum sterkir í öllum stöðum á vellinum. Ég finn voðalega lítið neikvætt nema kannski að það vanti stöðugleika, en það er eitthvað sem ég hef engar áhyggjur af,” sagði Logi og bætti við.

 

,,Þessi æfingamót er enginn mælikvari á getu liðanna, æfingarmót og deildarleikir eru tvennt ólíkt,” sagði að Lokum en hann hvatti einnig fólk til þess að fjölmenna í Kaplakrika á morgun.

– Anton Ingi Leifsson.

Aðrar fréttir