Viðtal við Sigurstein Arndal, "stórskyttu!"

Viðtal við Sigurstein Arndal, "stórskyttu!"

Jæja Steini, þetta hafðist í gær: “Já loksins unnum við með einu og það er óhætt að segja að það sé ólíkt skemmtilegra að vinna með einu heldur en að tapa með einu, en það hefur verið raunin allt allt of oft í vetur. Það gerði sigurinn svo bara ennþá sætari að setja hann svona í “Samúel” í lokin!”
 
“Annars var það góð liðsheild og barátta sem að skóp þennan sigur. Sumir voru á annari löppinni  en fórnuðu sér í verkefnið, Elvar lokaði rammanum á rosalega mikilvægum augnablikum og svo verð ég að minnast á innkomuna hjá Aroni Pálmars. Drengurinn er ennþá í 4. flokki en lék eins og hann hafði spilað 200 leiki með meistaraflokki, var alveg ískaldur og flottur.”
 

Lögðuð þið upp með eitthvað sérstakt gegn Eyjamönnum? “Við lögðum áherslu á að keyra á þá, standa vörnina og spila skynsamlega í sókninni. Vörnin var í allt í lagi svo sem en Elvar bjargaði okkur líka oft. Ekki ónýtt að hafa tvo svona klassa markverði eins og Elvar og Magga.”

“Hraðaupphlaupin komu svo svona í bylgjum en við getum klárlega bætt þann þátt eins getum við bætt sóknina töluvert, verðum að vera skynsamari. Þetta er alltaf sama tuggan…”
 

Nú eruð þið aðeins stigi frá hinu mikilvæga 8.sæti. Er mikill hugur í mönnum að enda í topp 8? “Sjálfsögðu er mikill hugur í okkur, hvaða spurning er þetta eiginlega!? Við ætlum okkur ekkert annað heldur en að enda í topp átta, það kemur bara ekki til greina að FH fari að spila í einhverri annari deild á næsta ári. Menn eru allir að reyna að leggja sig fram og við erum að bæta okkur smátt og smátt en við erum ennþá að súpa seiðið af arfaslakri byrjun á mótinu.”

“En þetta er allt á réttri leið. Fólk hefur t.d. talað um það síðustu ár að hraðaupphlaupin hafi ekki sést hjá FH-liðinu eins og í denn, en ég tel okkur vera að spila ágætlega skemmtilegan handbolta á köflum og við reynum að keyra hraðaupphlaup þegar við fáum boltann. Atli hefur lagt mikla áherslu á þessa hluti en svona hlutir taka tíma. Þetta er samt allt á réttri leið og til að mynda í síðasta leik á móti Val áttum við 17 hraðaupphlaup og ég held að það sé langt síðan að FH hefur spilað jafn hraðann og aggressívan leik. Vandamálið hefur verið óskynsamar ákvarðanir í sókninni og það er hlutur sem að við erum að reyna að vinna í á fullu.”
 
“En það sem að okkur vantar núna er stuðningur FH inga. Það eru ekki svo margir leikir eftir og við þurfum hjálp frá okkar fólki. Mig grunar að það séu of margir FH ingar sem að lesa úrslitin og stöðuna í blaðinu eða á textavarpinu og hugsa kannski ekki út í hvernig við höfum verið að spila.”

“Við megum ekki gleyma okkur í neikvæðninni. Það verður að segjast eins og er að það hafa verið sorglega fáir FH-ingar á leikjunum okkar í vetur, sérstaklega í byrjun leikja. Þetta er hlutur sem að FH-ingar verða að bæta. FH á að vera stórveldi sama hvort að það sé handbolti, fótbolti eða frjálsar og við verðum að vera dugleg að gefa af okkur. Eins og Gaui Árna sagði oft: “EKKI SPYRJA HVAÐ FÉLAGIÐ GETUR GERT FYRIR ÞIG, HELDUR HVAÐ ÞÚ GETUR GERT FYRIR FÉLAGIÐ!” Margir FH ingar mættu taka þessi orð sér til fyrirmyndar og framkvæma þau.”

Hvernig hefur staðan á liðinu verið í fjarveru Atla Hilmars þjálfara? “Staðan hefur verið ágæt. Meiðsli, veikindi og leikbönn hafa bæst ofan á fjarveru Atla, en menn hafa svarað þessu á réttan hátt hingað til og þjappað sér ennþá þéttar saman og ég get ekki séð af hverju það ætti ekki að geta haldið áfram þegar Atli kemur aftur. Addi (Arnar Geirsson aðst.þjálfari) og Einar(Einar Andri Einarsson, þjálfari 2., 3., og 4. fl.karla) hafa staðið sig vel en það styrkir okkur bara meira að fá Atla aftur.  Addi og Einar koma ennþá til með að hafa mikilvæg hlutverk, en eins og ég hef áður sagt þá snýst þetta bara um að standa þétt saman, leikmenn, þjálfarar, liðstjóri, stjórn og svo síðast en ekki síst stuðningmennirnir. V

Aðrar fréttir