Víkingur – FH Aðdragandi

Víkingur – FH Aðdragandi

The image “http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/vikingur.gif” cannot be displayed, because it contains errors.          http://markusth.blog.is/users/0e/markusth/img/c_documents_and_settings_atli_my_documents_my_pictures_fh-hafnarfjardar.png

Víkingur                        VS                         FH

Víkin, föstudagurinn 25. janúar, 2008

Það verður mjög mikilvægur leikur háður í Víkinni annað kvöld kl 19:00. Um er að ræða leik við Víkinga í 1. deild karla í handbolta og er það í 3. leikur af 4 við þá í vetur!

Víkingarnir úr Fossvogshverfi Reykjavíkur hafa á að skipa hörkumannskap og hafa verið góðir kandídatar í toppbaráttu um sæti í úrvalsdeild að ári. Þeir hafa hins vegar bæði verið óheppnir og ekki notið mikils stöðugleika í leik sínum í vetur og því dregist töluvert frá toppbaráttunni a.m.k. fyrir áramót. Spurning hvort þeir séu að rétta úr kútnum því þeir unnu ÍRinga í síðasta leik sínum. Víkingar hafa tapað í vetur fyrir okkur í FH, Selfossi, ÍRingum og Gróttumönnum. Þeir hafa svo gert jafntefli við Selfyssinga og okkur FHinga. Sigur hafa þeir borið úr bítum við botnliðin Hauka 2 og Þrótt tvisvar og ÍRinga og Gróttumenn einu sinni. Við FHingar höfum sigrað alla leiki okkar í vetur fyrir utan 2 jafntefli, í síðasta leik við ÍR og svo fyrr í vetur við Víkinga.

Síðasti leikur við Víkinga
Við spiluðum við Víkinga þann 16. nóvember síðastliðinn í hörkuleik í krikanum. Við byrjuðum illa í leiknum. Víkingar komu mjög vel stemmdir í leikinn, tóku virkilega vel á okkur og skutu okkur í kaf í byrjun. Við rönkuðum þó við okkur í lok fyrri hálfleiks, vorum mest 5 mörkum undir í hálfleiknum, 12-15 í hálfleik og náum svo í seinni hálfleik að að nálgast þá og jafna leikinn. Í seinni hálfleik var mikil barátta í leiknum og myndaðist svo gífurleg spenna í lokin, við náðum að jafna 25-25 og komast svo yfir 26-25 þegar mjög lítið var eftir af leik. Víkingar náðu vítakasti þegar bjallan glumdi og jöfnuðu leikinn sem endaði í jafntefli 26-26. Mikil barátta í síðasta leik við Víkinga og ekki er búist við öðru annað kvöld.

Undirbúningur
Menn voru alls ekki ánægðir eftir síðasta leik við ÍR, vorum í raun með þann leik í hendi okkar en glutruðum því niður. Ekki hefur verið nægur stöðugleiki í leik okkar eftir áramót en menn hafa verið að taka á þeim málum á æfingum og hugur er í mönnum að fara niður í Vík annað kvöld og klára Víkinga með góðum stabílum leik.

Ástand
Ástandið er fínt hjá liðinu. Hinn gamalreyndi Valur Arnarson fann reyndar aðeins fyrir ellinni í vikunni. Var víst að beygja sig eftir fölsku tönnunum og fékk tak í bakið. Val eru sendar góðar kveðjur um bata á Hrafnistu þar sem hann dvelur. Undirritaður Heiðar Arnarson gengur illa að ná sér góðum í öxl en vonandi fer að glæðast í þeim efnum fljótlega.

Hópurinn annað kvöld

Markmenn
Leo
Danni

Aðrir leikmenn
Gummi
Kalli
Árni Stefán
Óli Guðm
Óli Gúst
Aron
Guðni
Addi
Ari
Teddi
Siggi
Steini
<b

Aðrar fréttir