Víkingur – FH Umfjöllun

Víkingur – FH Umfjöllun



The image “http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/vikingur.gif” cannot be displayed, because it contains errors.         The image “http://markusth.blog.is/users/0e/markusth/img/c_documents_and_settings_atli_my_documents_my_pictures_fh-hafnarfjardar.png” cannot be displayed, because it contains errors.

Víkingur                33-32                    FH

Víkin, Föstudagurinn 25. janúar, 2008



Fyrri hálfleikur


Við byrjuðum leikinn nokkuð vel í gær. Sóknarleikurinn var að mestu leyti mjög fínn, flæði sóknarinnar var góður. Taktískt séð vorum við að koma okkur í fín færi þar sem Aron var að stjórna þessu mjög vel, setti upp fyrir aðra leikmenn og var að skora falleg mörk sjálfur. Hinu megin byrjuðum við í 3-2-1 vörn okkar sem gekk að mestu vel fyrir sig. Leo varði vel í byrjun og tók einhver 9 skot í fyrri hálfleik. Þó má nefna, eins og oft áður að þau mörk sem Víkingarnir skoruðu voru menn ekki með færslur á hreinu eða þeir stóðu rangt maður á mann sem gáfu þeim auðveld færi fyrir utan eða gáfu gegnumbrot. Við komumst í 0-2 og 4-7 en svo ná Víkingar að minnka muninn og komast yfir í 11-10. Leikurinn var svo í járnum út hálfleikinn og staðan í hálfleik 16-17 fyrir okkur.

Seinni hálfleikur
Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram. Við héldum undirtökunum í byrjun seinni hálfleiks og komumst í 17-19. Við náðum samt ekki nógu stabílum leik bæði sóknar og varnarlega og tilfinning mín fyrir leik liðsins var sú að menn ætluðu að leyfa sér að vera á 60-70 % krafti. Þetta nýtti andstæðingurinn sér, jöfnuðu og komust yfir 23-22. Varnarleiknum fór hrakandi og um leið markvörslunni. Menn töldu sig ekki þurfa að mæta þeim út, taka á þeim og stöðva þá heldur var þeim oft aðeins rétt klappað og strokið og svo virtust menn ekkert skilja þegar boltinn lá í netinu. Þegar menn ætluðu svo að taka á andstæðingnum var það oft klaufalega gert og við reknir útaf. Það var svo algjörlega óskiljanlegt undirrituðum þegar a.m.k. tvisvar sinnum Sverri vinstri handarskyttu þeirra var leyft að komast inn fyrir punktalínu, stökkva upp og skora þegar við vorum einum fleiri. Þar þurfa menn að mæta! Danni kom inn fyrir Leo og tók nokkra bolta en í síðasta hluta leiksins var markvarslan lítil. Í sókninni var Aron allt í öllu og fáir sem voru tilbúnir að taka af skarið aðrir en hann. Drengurinn átti mörk í öllum regnbogans litum og dró sóknarleikinn áfram í lokinn. Valur átti þó góða innkomu í seinni hálfleik og langt síðan maður hefur séð slíkt til kappans.  Á lokakafla leiksins voru Víkingar með yfirhöndina og við vorum alltaf að elta. Þegar ca mínúta er eftir jöfnum við í 32-32. Víkingar fara í sókn og gera það í rólegheitum. Hér varð varnarleikur að vera í lagi og menn yrðu að vera fastir fyrir og koma í veg fyrir að skyttur þeirra kæmust í færi. Það kom ekki á daginn. Sami lélegi varnarleikurinn var til staðar og við leyfðum Sverri hægri skyttu þeirra að komast enn og aftur óáreittum inn fyrir punktalínu og skora 33-32 þegar einhverjar 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar tekur þá um leið leikhlé og skipuleggur síðustu sókn okkar til að freista þess að ná jafntefli. Hún bar ekki árangur, við náðum ekki nægum hreyfanleika þegar Víkingarnir komu út á móti okkur og náðum aðeins lélegu færi þegar slakt skot Steina var auðveldlega vari

Aðrar fréttir