Vinamótið á Þorlákshöfn

Vinamótið á Þorlákshöfn

Flautað var til leiks á árlegu Vinamóti 6. Flokks á Þorlákshöfn síðustu helgi. Vinamótið var haldið í 12 skipti og mættu FH, Fylkir og KR til leiks eins og undanfarin ár.

2015-05-31 12.02.56
Vinamótið er frábrugðið öðrum mótum að því leitinu til að á föstudeginum eru öllum strákunum skipt saman í lið. Þannig að hvert lið innihaldi bæði FH-inga, Fylkismenn og KR-inga. Hvert lið er svo nefnt eftir landsliði. Þessi lið keppa svo saman í knattþrautum á föstudeginum og svo heimsmeistaramóti á laugardeginum. Að loknum laugardeginum hafa strákarnir eignast nýja vini sem þeir munu hitta aftur og aftur á komandi mótum.

2015-05-30 10.09.52
Á sunnudeginum fá svo strákarnir að spila með sínum félagi gegn vinum sínum í FH, Fylki og KR. Sérstakir gestir í ár voru Ægir/Hamar sem einnig tóku þátt á mótinu á sunnudeginum.  

 

2015-05-30 10.09.18

Aðrar fréttir