Yfirlýsing frá knattspyrnudeild FH

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum.

Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.

Sigurvin Ólafsson tekur við þjálfun liðsins.

Stjórn knattspyrnudeildar FH

 

 

Aðrar fréttir