Hin vinsælu frjálsíþrótta- og leikjanámskeið FH verða haldin í sumar fyrir sex til tíu ára börn (fædd 2010-2013). Boðið verður uppá námskeiðið bæði fyrir hádegi (09:00 – 12:00) og eftir hádegi (13:00 – 16:00) alla daga vikunnar.

Námskeið 1
10. Júní – 19. Júní fyrir hádegi kl. 09:00-12:00
10. Júní – 19. Júní eftir hádegi kl. 13:00-16:00

Námskeið 2
22. Júní – 26. Júní fyrir hádegi kl. 09:00-12:00
22. Júní – 26. Júní eftir hádegi kl. 13:00-16:00

Námskeið 3
29. Júní – 3. Júlí fyrir hádegi kl. 09:00-12:00
29. Júní – 3. Júlí eftir hádegi kl. 13:00-16:00

Sameiginegt námskeið allra deilda
20. Júlí – 24. Júlí eftir hádegi kl. 13:00-16:00

Námskeið 4
4. Ágúst – 7. Ágúst eftir hádegi kl. 13:00-16:00

Námskeið 5
10. Ágúst – 14. Ágúst eftir hádegi kl. 13:00-16:00

Námskeið 6
17. Ágúst – 19. Ágúst eftir hádegi kl. 13:00-16:00

Iðkendur mæta í Kaplakrika þar sem tekið er á móti þeim og farið með þeim annaðhvort inn í frjálsíþróttahús eða upp á frjálsíþróttavöll. Á námskeiðunum kynnast börnin ýmsum greinum frjálsíþrótta og fara í íþróttatengda leiki. Boðið er upp á barnagæslu milli klukkan 16 og 17 á meðan á námskeiði stendur. Lögð er áhersla á að börnin hafi með sér hollt nesti.

Skráning fer fram í gegnum Sportabler.
Námskeiðsgjald er 6000 kr. Vikan. Einnig er hægt að borga fyrir stakan dag sem eru 2.000 kr sem hægt er að gera á staðnum. Í boði er að greiða fyrir hádegismat (milli kl 12-13) en það hentar m.a. þeim krökkum sem ætla á handboltanámskeið eftir hádegi, en sá hádegismatur er á milli kl. 12:00 og 13:00.

Skráning í Sportabler – Smellið hér til að skrá á námskeið

Nánari upplýsingar eru veittar á  http://fh.is/frjalsar/ og hjá umsjónarmanni námskeiðanna.

Umsjónarmenn námskeiðanna eru:
Kormákur Ari Hafliðason, netfang: kormakurari@gmail.com og sími 6983643
Melkorka Rán Hafliðadóttir, netfang: melkorkaran97@gmail.com og sími 6983634.

Frekari upplýsingar varðandi skráningu á námskeið er hægt að fá með því að senda tölvupóst á kormakurari@gmail.com