11 leikmenn gerðu samning við FH í dag

11 leikmenn gerðu samning við FH í dag

Þeir leikmenn sem undirrituðu samninga við FH í dag eru allir leikmenn í 2. og 3. flokki félagsins. Þeir eru allir fæddir á árunum 1986 til 1990. Þeir hafa allir tekið sín fyrstu spor með meistaraflokki félagsins í vetur. Margir eru þeir leikmenn með yngri landsliðum Íslands og allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa náð frábærum árangri í yngri flokkum.


Ari Þorgeirsson

Fæddur 1986. Spilar í stöðu hægri hornamanns. Hefur stundað íþróttir með FH frá unga aldri. Er af mikilli FH fjölskyldu og er líklegur til að halda heiðri fjölskyldunnar á lofti í FH treyjunni um ókominn ár. Ari hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Aron Pálmarsson

Fæddur 1990. Spilar stöðu miðjumanns. Er margfaldur Íslands og bikarmeistari með FH. Hefur einnig orðið bæði Partille Cup og Norden Cup meistari. Spilar bæði með 17 og 19 ára landsliðum Íslands. Aron hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Árni Stefán Guðjónsson

Fæddur 1986. Spilar stöðu vinstri hornamanns. Er eins og Ari af mikilli FH fjölskyldu. Hefur stundað íþróttir með FH frá unga aldri. Árni hefur gert samning við FH til 2010.

Daníel Freyr Andrésson

Fæddur 1989. Spilar stöðu markmanns. Er margfaldur Íslands og bikarmeistari með FH. Hefur einnig orðið Norden Cup meistari. Daníel hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Guðni Már Kristinsson

Fæddur 1987. Spilar stöðu miðjumanns. Hefur spilað með FH allan sinn ferill með góðum árangri. Guðni hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Guðjón Kristinn Helgason

Fæddur 1989. Spilar í stöðu hægri skyttu. Er margfaldur Íslands og bikarmeistari með FH. Hefur einnig orðið Norden Cup meistari með félaginu. Er leikmaður með 19 ára landsliði Íslands. Guðjón hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Halldór Guðjónsson

Fæddur 1990. Spilar stöðu hægri hornamanns. Er margfaldur Íslands og bikarmeistari með FH. Hefur einnig orðið bæði Partille Cup og Norden Cup meistari. Er leikmaður með 17 ára landsliði Íslands. Björn hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Kristmann Freyr Dagsson

Fæddur 1986. Kristmann hefur leikið með FH síðustu árin við góðann orðstý eftir að hafa komið til félagsins frá Víking. Kristmann hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Ólafur Gústafsson

Fæddur 1989. Spilar stöðu vinstri skyttu. Er margfaldur Íslands og bikarmeistari með FH. Hefur einnig orðið Norden Cup meistari með félaginu. Er leikmaður með 19 ára landsliði Íslands. Ólafur hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Ólafur Fannar Heimisson

Fæddur 1988. Spilar stöðu línumanns. Hefur orðið Íslandsmeistari með FH. Er leikmaður með 19 ára landsliði Íslands. Ólafur hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Theodór Ingi Pálmason

Fæddur 1987. Spilar í stöðu línumanns. Hefur leikið með FH allan sinn ferill við góðan árangur. Theodór hefur gert samning við FH til ársins 2010.

Aðrar fréttir