13 titlar á 5 árum

13 titlar á 5 árum

Eins og áður hefur komið fram á síðunni varð 4. flokkur karla A – lið Íslandsmeistari í dag. Liðið lék við erkiféndurnar frá Selfossi og fór leikurinn fram í Digranesi. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Selfyssingar byrjuðu leikinn í dag mjög vel og náðu forrystunni til að byrja með og voru yfir 3-1 eftir nokkura mínótna leik. FH sóknin gekk ekki vel til að byrja með enda Aron tekinn úr umferð frá fyrstu sókn. En þegar líða tók á leiknn fóru menn að taka við sér. FH tók völdinn í leiknum og náði að komast yfir 9-6. Þá misstu þér mann útaf og Selfoss náði að minnka muninn í eitt mark í hálfleik 12-11. Í byrjun seinnihálfleiks náði FH-liðið svo 4-5 marka forrystu sem Selfoss náði aldrei að brúa. Lokatölur urðu svo 25-22 og fögnuðu FH strákarnir innilega í lokinn. Erfitt er að taka einhverja leikmenn útúr FH liðinu í dag. Liðsheildinn var sterk og hvergi veikann blett að finna.
Markaskor FH.
Aron 6
Halldór 5
Ólafur 5
Arnar 3
Björn 3
Sigurður 2
Þorkell 1
Markvarsla
Sigurður 10 skot

Árangur þessa 1990 árgangsfélagsins er athygliverður. Á síðstu 5 árum eða allt frá því að þeir voru á eldra ári í 6. flokki hafa þeir orðið Íslandsmeistarar. Á þessu sama tímabili hafa þeir tekið alla aðra titila sem hafa verið í boði. Það er 5 sinnum deildarmeistarar, 2 sinnum bikarmeistarar auk þess að vinna stórmótið Norden Cup eða alls 13 titlar.
Þetta verður að teljast stórkostlegur árangur og verður vart leikinn eftir í hópíþróttum og óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá félaginu.
Til hamingju strákar. Áfram FH.

Aðrar fréttir