1990 strákar á Norden Cup 2006

1990 strákar á Norden Cup 2006

Eru þeir búnir að æfa stíft síðustu daga og virðast vera vel tilbúnir í þetta verkefni. Æfð hafa verið ný kerfi og fleiri útfærslur og virðist það komast vel til skila.  Einnig hafa þeir spilað 2 æfingaleiki. Fyrst á móti mfl kk í FH og gekk það bara nokkuð vel.  Síðan á föstud spiluðu þeir á móti landsliði Íslands, drengja fæddir 1988 og yngri.  Gekk það nokkuð vel og sigruðu FH drengir með 38-36.  Reyndar urðum FH-ingar fyrir smá blóðtöku, en Björn Daníel sleit liðband.  En við erum með góða kalla á okkar vegum, tóku á málinu af mikilli fagmennsku og væntanlega verður hann tilbúinn í slaginn á Norden Cup 2006.

FH-ingar óska drengjum góðrar ferðar og sendum þeim góða strauma.

Til gamans má geta þess, að í för með strákunum verða 9 pabbar og 1 afi.  Munu þeir hvetja strákana í Svíþjóð.

Aðrar fréttir