3. fl. kv. Gefur tónin fyrir kvöldið á Fylkisvelli.

3. fl. kv. Gefur tónin fyrir kvöldið á Fylkisvelli.

Lið FH var þannig skipað: 4-4-2

Markmaður: Iona Sjöfn
Vörn: Hinrika Bjarnadóttir, Sara Atladóttir, Ingibjörg Pálmadóttir (fyrirliði) og Þórun Káradóttir
Miðja: Helga Rut, Sigmundína Sara, Valgerður Björnsdóttir, Guðrún Björg Eggertsdóttir
Sókn: Halla Marínósdóttir, Linda Björgvinsdóttir.

Varamenn. Martha, Arna Bergrún, Hlín Guðbergs. og Alma Gytha

það var ljóst frá fyrstu mínútu að þetta yrði baráttuleikur enda hafa bæði lið staðið sig vel á undirbúningstímabilinu.  Snemma urðu FH-ingar fyrir blóðtöku er tveir skæðir sóknarmenn liðsins urðu frá að hverfa vegna öndunarerfiðleika.  Stórt skarð höggið í framlínuna en þeir leikmenn sem komu inná áttu hinsvegar frábæra innkomu.

Um miðjan fyrri hálfleik fékk Fylkir Vítaspyrnu er þeir spyrntu í hönd Ingibjargar Pálmadóttur.  Fylkismenn skutu í stöng og FH náði að hreinsa frá.  Skömmu síðar slapp Linda Björgvinsdóttir, sem er nýskriðin úr meiðslum, í gegn um vörn Fylkis og skoraði fyrsta mark leiksins.  Fátt markvert gerðist eftir það.  Staðan í hálfelik 0-1

Síðari hálfleikur var hin mesta skemmtun og spennustigið mjög hátt.  Fylkismenn börðust eins og ljón og gerðu allt sem þeir gátu en mættu varnarmönnum FH gráum fyrir járnum.  Linda Björgvins. bætti við öðru marki um 15 mín. fyri leikslok og FH-ingum létti mikinn.  Kanski full mikið því þær duttu aftar á völlin og Fylkir óx ásmeginn.  Fylkir fékk svo víti rétti fyrir leikslok og nýttu það.   Eftir það sótti Fylkir en FH vörnin hélt.  Lokatölur 1-2.

Sigur FH-liðsins var sigur liðsheildarinnar.  Allstaðar á vellinum lögðu leikmenn sig fram.  FH skapaði sér fjölda færa en náðu ekki að nýta.  Það er eitthvað sem þær verða að bæta fyrri næstu leiki. 

Margir voru að spila eins og best þeir geta; Linda skoraði 2, Alma Gytha og Sigmundína eru leikmenn 4. fl. og áttu góðan leik,  Þórun Kára. bakvörður átti við erfiðan leikmann að etja en gaf ekkert eftir og var gríðarlega vinnusöm.  Svona væri hægt að halda lengi áfram að telja.  Þó er ekki hægt að ræða frammistöðu leikmanna án þess að minnast á þátt miðvarðanna Söru (Pallister) Atla og Ingibjörgu (Bruce) Pálma.  Þær spiluð óaðfinnalega og stýrðu sterkri vörn FH af stakri prýði.  Tveir baráttunaglar sem oft á tíðum gera gæfu muninn í leik FH-liðsins. 

Næsti leikur 3. fl. kv. er á fimmtudaginn næstkomandi kl. 18:00 í Krikanum.

Aðrar fréttir