3. fl. kv. Tap fyrir Aftureldingu

3. fl. kv. Tap fyrir Aftureldingu

Leikurinn fór illa af stað fyrir okkar stelpur og eftir aðeins 15 mín. var staðan 3-0 Aftureldingu í vil. FH-ingar voru einfaldlega ekki mættir á meðan Afturelding spilaði fínan fótbolta . Stelpurnar okkar náðu þó tökum á leiknum, stoppuðu í götin í vörninni og komust inní leikinn. Staðan í hálfleik 3-0.

Í síðari hálfleik var allt annað uppá tengingnum. FH mætti til leiks eins lið sem var staðráðið í að snúa leiknum sér vil og á stuttum tíma höfðu þær skorað 2 mörk. Þar voru að verki þær Guðrún Björg og Helga Rut. Staðan 3-2 og allt opið. Þá urðu þær fyrir því óláni að Afturelding skoraði óvænt beint úr horni og aftur orðið á brattan að sækja. Okkar menn spýttu í lófana og Guðrún Björg skoraði sitt annað mark, með glæsilegum skalla, eftir góða aukaspyrnu Valgerðar Björnsdóttir. (þess má geta í framhjáhlaupi að Guðrún hafði fyrr í leiknum fengið fengið slæmt höfuðhögg og stóran stimpil á ennið. Það kom þó ekki að sök er hún stangaði boltan í netið.)
Það urðu því miður lokatölur leiksins 4-3 Aftureldingu í vil.

Stelpurnar töpuðu leiknum á fyrstu 15 mín. Þær sýndu þó hve mikill karakter er liðinu, sneru leiknum sér í vil og gerðu allt hvað þær gátu til að hreinsa upp eftir sig. Slíkur karakter er ekki sjálfgefinn í íþróttum og eitthvað sem hægt er að byggja á fyrir átökin í sumar.

Næsti leikur 3. fl. kv. er gegn Haukum 1. maí í Krikanum kl. 11:00.

Aðrar fréttir