3. mótið í Coca-Cola mótaröðinni

3. mótið í Coca-Cola mótaröðinni

Coca-Cola mótaröðin er stigakeppni og verða haldin fimm mót. Reiknast fjögur bestu mót einstaklings til stiga óháð greinum og stigin reiknuð samkvæmt ungversku stigakeppninni.

Stigahæstu karlar og konur fá mjög vegleg verðlaun.

Mótið var jafnframt hluti af Stigakeppni FRÍ og Aquarius. Keppnisgreinar í þeirri mótaröð eru:

Karlar: 400 m hl.,3000 m hl.,spjótkast og þrístökk

konur: 200 m hl.,800 m hl., kúluvarp og hástökk.

Vífilfell og SS gáfu keppendum, starfsmönnum og áhorfendum grillaðar pylsur, Coke og Aqvarius að drekka.

Sigrún Fjeldsted náði frábæru kasti í spjótkasti og bætti stúlkna og unglingamet í spjótkasti þegar hún kastaði 48,26 m, er Sigrún aðeins tæpum metra frá lágmarki á HM 19 ára .Björgvin Víkingsson hljóp einn og óstuddur á tímanum 53,33 sek í 400 m grindarhlaupi og er hann aðeins 33/100 frá lágmarki á HM 19 ára en hann hrasaði illa á síðustu grind og tapaði örugglega meir en þessumörfáu brotum sem upp á vantaði. Þá varð Bjöggi þriðji í 200 m á 23.19 sek.

Emma Ania sigraði með miklum yfirburðum í 100 m og 200 m og það verður gaman að sjá hana keppa við Siljuá næstu dögum. En Emma hljóp 100 m á 11.89 sek (vindur aðeins of mikill +2.1 m/sek) og í 200 m hlaupinuþá hljóp hún á 24.32 sek

Þórey Edda Elísdóttir varð fyrir því að brjóta stöng í upphitun og þrátt fyrir það átti hún mjög góðar tilraunir við byrjunarhæðina sína 4,20 m.

Ingi Sturla Þórisson sigraði í 110 m grind á 15.46 sek (í hliðarvind)

Eygerður Inga Hafþórsdóttir varð þriðja í 400 m hlaupi á 60,67 sek sem er fínn tími fyrir millivegalendgarhlaupara.

Óðinn Björn Þorsteinsson sigraði í kringlukastinu með 51.55 m , en mér finnst kominn tími á lengri kösthjá en hann á mikið inni og mér þykir það ekkert óeðlilegt ef hann færi að kasta 58 m í haust.

Halla Heimisdóttir sigraði í kringlukasti, kastaði 42,05 m og eins og með Óðinn þá er maður að bíða eftirlanga kastinu.

Jón Ásgrímsson sigraði í spjótkastinu með 63.04 m og nú væri gaman að sjá 2 – 4 skrefa lengri atrennu.

Birna Björnsdóttir sigraði í 800 m hlaupinu á 2:15,43 mín og sýndi að hún er á réttri leið og það verður gaman að sjá hana og Eyju keppa saman í 800 m .

Í stigagreinum FRÍ og Aquarius sigruðu eftirtaldir:

400 m hl. Karlar Davíð Harðarson UMSS

3000 m hl. Karlar Sigurbjörn Arngrímsson UMSS

Spjótkast karlar Jón Ásgrímsson FH

Þrístökk karlar Ólafur Guðmundsson UMSS

200 m hl. Konur Emma Ania FH

800 m hl. Konur Birna Björnsdóttir FH

Hástökk konur Dagný J. Friðriksdóttir UFA

Kúluvarp konur Auður Aðalbjarnardóttir UMSS

Úrslit í einstökum greinum eru undir linkinum, Úrslit móta.

Vífilfell og SS gáfu keppendum, starfsmönnum og áhorfendum grillaðar pylsur, Coke og Aqvarius að drekka.

Aðrar fréttir