4 Coca Cola mótið.

4 Coca Cola mótið.

Þórey Edda Elísdóttir FH fór hátt yfir 4.20 m en feldi 4.31 m naumlega, það er bara tímaspursmál hvenær hún fer að fara hærri hæðir..

Emma Ania sigraði í 100 m á 11,85 sek og er það frábær árangur í kuldanum.

Sigrún Dögg Þórðardóttir hljóp á 13.46 sek og Ylfa Jónsdóttir á 13.50 sek.

Hilda Guðný Svavarsdóttir stökk 11.60 m í þrístökki og er að koma til eftir meiðsli.

Halla Heimisdóttir sigraði að venju í Kringlukasti kastaði 43.10 m.

Margrét Ragnarsdóttir sigraði í hástökkinu stökk 1.45 m sem er gott í þessum kulda.

Bjarni Þór Traustason sigraði í langstökkinu stökk 6.88 m eftir harða keppni við Kristinn Torfasonen hann stökk 6.87 m.

Jón Ásgrímsson sigraði í spjótkastinu að venju kastaði 61.07 m

Þá vakti Fannar Gíslason FH athygli en hann bætti sig um tæpa 5 m í spjótkaski en hann kastaði 54.50 m.

Bergur Ingi Pétursson kastaði spjótinu 48.79 m , Ásgeir Örn Hallgrímsson kastaði spjótinu 46.48 m og Ævar Örn Úlfarsson kastaði spjótinu 44.74 m

Bræðurnir Ólafur Sveinn og Bjarni Þór Traustasynir komu jafnir í mark í 100 m á 11.46 sek, bróðir þeirrahann Björn Traustason kom óvænt og hljóp á 11.79 sek og Óli Tómas Freysson fékk loks löglegann tíma oghljóp á 11.83 sek

Þá sigraði María Kristbjörg Lúðvíksdóttir FH í fyrsta sinn Íslandsmethafann í Sleggjukasti er hún kastaði 45.38 m og var aðeins 7 sm frá Íslenska Unglingametinu sem hún setti fyrir aðeins 4 dögum.

Eva Sonja Schiöth kastaði 33.73 m en átti í erfiðleikum að ná gildu kasti.

Sveinn Þórarinsson er að koma til í 200 m og sigraði á 23.17 sek og Ólafur Sveinn Traustason varð annar á23.41 sek

Coca-Cola mótaröðin er stigakeppni og verða haldin fimm mót. Reiknast fjögur bestu mót einstaklings til stiga óháð greinum og stigin reiknuð samkvæmt ungversku stigakeppninni.Stigahæstu karlar og konur fá mjög vegleg verðlaun. Vífilfell og SS gáfu keppendum, starfsmönnum og áhorfendum grillaðar pylsur, Coca Cola og Aqvarius að drekka.

Aðrar fréttir