4.fl.kk leika til úrslita – ferðasaga

4.fl.kk leika til úrslita – ferðasaga

það var haldið í átt að kaupstað Norðurlands snemma á föstudagsmorgun. Svo snemma að ekki allir náðu að vakna í tæka tíð sem vakti þónokkra kátinu þegar leið á helgina! En sem betur fer skiluðu allir leikmenn og þjálfarar sér á svæðið því fyrsti leikur var gegn Þórsurum á föstudagskvöld. Sá leikur var nokkuð erfiður fyrir okkur FH-inga því að Þórsarar voru mjög líflegir og börðustu frá fyrstu mínútu. 

Það var þó Gunnar Birgisson sem kom okkur yfir snemma í seinni hálfleik eftir góða hornspyrnu. Gunnar sem hafði sofið ögn lengur en aðrir þennan dag var gríðarlega ánægður og fékk hornfáni einn í boganum að finna vel fyrir ánægju hans.
Kristján Gauti Emilsson skoraði svo tvö glæsileg mörk úr aukaspyrnum og endaði því leikurinn 3-0 fyrir okkur FH-inga.

Kvöldið var svo rólegt, borðað var á Greifanum og voru menn afslappir og fóru snemma að sofa. Snemma morguns á laugardegi voru allir vaktir virkilega snemma og var leikið fyrir hádegi gegn Keflvíkingum sem hafa átt góðu gengi að fagna í sumar. Fyrirfram var e.t.v búist við að þetta yrði erfiðasti leikur helgarinnar. Andri Gíslason kom okkur þó yfir með góðu marki en hann nýtti sér mistök í vörn Keflavíkur til hins ítrasta og skoraði 1-0. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst okkur ekki að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og var það því nokkuð áfall þegar Keflvíkingar jöfnuðu metin á 3 mínútu seinni hálfeiks.

En strákarnir sýndu karakter og Kristján Gauti skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu og skoraði sitt þriðja mark þessa helgina og þannig lauk leiknum. Leikur liðsins var mjög góður en einu áhyggjurnar voru í raun þær að hafa ekki skorað fleiri mörk.

Mikil stemmning var svo það sem eftir lifði dags. Horft var á landsleik Íslands og N-Íra, lesin var bók þjálfarans sem mönnum fannst athygsliverð og svo var kvöldmatur á Greifanum. Eftir mat var farið á the little man í Borgarbíó, en það er mynd sem enginn ætti að fara á. Hvernig er hægt að klúðra dvergahúmor???
Kvöldið var svo endað á góðum rúnt um miðbæ akureyrar áður en haldið var heim í skólann  þar sem hópurinn varð illa skelkaður eftir eitraða draugasögu.

Á sunnudeginum var svo leikið eldsnemma gegn KA og var það ljóst að nóg var að fá jafntefli til að koma okkur í úrslit. Úrslit leiksins urðu þó 9-1 og farseðillinn í úrslitaleikinn tryggður.

Ferðin heim gekk svo vel. Menn töpuðu sér þó í namminu og fór það greinlilega misvel í menn því að hálfrútan okkar lyktaði vægast sagt skelfilega allan tímann heim.

Aðrar fréttir