4.fl.kk tvöfaldur Faxaflóameistari

4.fl.kk tvöfaldur Faxaflóameistari

Leikurinn í morgun hófst klukkan 11 og var þá bæði hávaðarok og mikil rigning. FH-ingar léku á móti stífum vindinum í fyrri hálfleik og var lagt upp með að vera þéttir fyrir og loka fyrir öll skot Keflvíkinga á miðjum vellinum. Sækja átti svo hratt á Keflvíkinga enda sóknarleikmenn FH-liðsins mjög fljótir og góðir sendingamenn á miðju liðsins.

Þetta fyrirkomulag gekk fullkomnlega og komumst við FH-ingar yfir með marki frá Kristjáni Gauta Emilssyni eftir nokkura mínútna leik. FH-ingar fengu aukaspyrnu og föst sending kom inn fyrir vörnina sem Kristján náði og skoraði af miklu öryggi. Strákarnir voru svo þéttir og fastir fyrir og tóku þar Keflvíkinga þar e.t.v á eigin braði en í leik liðanna í riðlinum voru þeir harðir í horn að taka. FH-ingar voru mjög nálægt því að skora 2-3 mörk í viðbót í hálfleiknum áður en Keflvíkingar náðu að jafna úr aukaspyrnu 5 mínútum fyrir leikhlé. Fengu þeir þá aukaspyrnu á vítateigslínu FH-inga og náðu að skora úr henni.
Aðeins nokkrum sekúndum eftir aukaspyrnuna komst Orri Ómarsson einn innfyrir og afgreiddi boltann skemmtilega í markið og kom FH-ingum í 2-1 og voru það hálfleikstölur.

Í seinni hálfleik var leikið undan sterkum vindi. Lagt var upp með að pressa Keflvíkinga hátt uppi allan tímann og klára leikinn með mörkum sem fyrst. Einnig var talað um mikilvægi þess að hafa sendingar mjög nákvæmar þar sem gríðarlega sterkur vindur var eins og áður segir. Einar Karl Ingvarsson skoraði þriðja mark FH eftir einungis 29 sekúndur í seinni hálfleik með góðu skoti langt utan af velli. Þjálfarar liðsins brostu útað eyrum enda strákarnir að gera það sem fyrir var lagt. Eftir þetta kom kafli þar sem liðið missti ögn dampinn. Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 3-2 og voru mjög hættulegir upp við mark okkar FH-inga. Augljós þreyta var komin í liðið þegar vel tók að líða á seinni hálfleikinn og um 10 mínútum fyrir leikslok jöfnuðu Keflvíkingar með góðu marki frá frábærum framherja þeirra. En FH-strákarnir sýndu enn einu sinni mikinn karakter og skoraði Einar Karl Ingvarsson sigurmarkið tæpum 10 mínútum fyrirleikslok með þrumuskoti úr vítateig Keflvíkinga.

Leikurinn var mjög spennandi og ágætlega leikinn þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Bæði FH liðið og Keflavíkur liðið eru mjög vel mönnum og geta vel náð góðum árangri í sumar. En titillinn er FH-inga annað árið í röð og eru strákarnir svo sannalega vel að honum komnir.

Flokkurinn mætti einnig með tvö C-lið til leiks sem náðu bæði frábærum árangri. C1 liðið lenti í 3 sæti í mótinu og C2 sigraði mótið á glæsilegan hátt.

Frábær árangur.

Aðrar fréttir