4. flokkkur á siglingu

4. flokkkur á siglingu

Leikurinn var í jafnvægi til að byrja með en þegar leið á fyrri hálfleik tóku FH – strákarnir öll völd á vellinum. Lokatölur urðu 21 – 14 fyrir FH og strákarnir þar með komnir í 16 liða úrslit. Allir leikmenn FH komust á blað og allir áttu þeir góðan leik. Orri og Jóhann voru atkvæðamestir hjá FH auk þess sem Sindri varði eins og venjulega eins og berserkur. A – liðið sat hjá í fyrstu umferð bikarsins.

Á laugardag voru svo leikir hjá bæði A og B liðum. A – liðið mætti ÍR – ingum og reyndist sá leikur nokkuð auðveldur fyrir FH strákana vegna forfalla í ÍR – liðnu. Strákarnir spiluð þó nokkuð vel og voru aldrei í vandræðum með ÍR -inga. Atkvæmamesti hjá FH voru Magnús Óli með 9 mörk og Ísak með 8. Kristján Gauti fór svo hamförum í vörninni og stal alls 6 boltum í hlutverki indjánans og minnti á köflum á Jackson nokkrurn Richardsson. Það eins sem vantaði var hárgreiðslan en það má vinna í því. Sigurður var einnig ágætur í markinu. Lokatölur urðu 28 – 19. Strákarnir eru þar með komnir á toppinn í deildinni með fullt hús eftir 4 leiki.

B – liðið mætti svo HK á laugardag. Strákarnir voru lengi í gang og undir til að byrja með í leiknum. Þeir virtustu svolítið þreyttir eftir leikinn daginn áður. En þegar líða tók á gáfu þeir í og tóku leikinn í sínar hendur. Lokatölur urðu 26 – 16. Strákarnir spiluðu frábæran leik þegar líða tók á leikinn. Varnarleikurinn var gríðarsterkur með Sindra í feiknaformi í markinu. Góð úrslit í ljósi þess að tveir af sterkari leikmönnum liðsins eru þessa stundina á meiðslalistanum þeir Örlygur og Jón. Strákarnir gefa A – liðnu ekkert eftir eru taplausir í vetur og toppnum í deildinni.

A og B liðin hafa nú leikið samtals 18 leiki í vetur í deild, bikar og forkeppni og eru búinn að sigra í þeim öllum. Frábær árangur og vonandi halda þeir uppteknum hætti.

Aðrar fréttir