60 manns í mat í Krikanum.

60 manns í mat í Krikanum.

 
Það var frábær stemmning í veislusla Kaplakrika í gær fyrir leik FH og Fram í Olísdeild karla. Í fyrsta skipti var boðið upp á mat fyrir leik og er óhætt að segja að viðbrögðin við því hafi verið frábær. Um 60 manns skráðu sig og mættu í þetta fyrsta skipti sem þetta var reynt. Markmiðið er að bjóða upp á þetta fyrir alla heimaleiki sem eftir eru fyrir áramót, þ.e. fyrir þá leiki sem eru á fimmtudögum og byrja kl. 19:30 eða 20:00. Það verður því að öllum líkindum tvisvar fyrir ármót þann 14. nóvember gegn HK og 27. nóvember gegn Haukum. Maturinn í gær kom frá Kjötkompaníinu voru allir afar ánægðir með hann.
30 mín fyrir leik mætti þjálfari í salinn , sagði frá leikmannahóp og hvernig lagt væri upp ó leikinn.  Einnig komu fyrirspurnir úr sal
 
Næsta “matarveisla” verður því fimmtudaginn 14. nóvember þegar HK kemur í heimsókn.

<div style="color: #222222; font-family: arial, sans-serif; font-size: 13px; font-style: normal; font-variant: normal; font-weight: normal; letter-spacing: normal; line-height:

Aðrar fréttir