7.flokkur á flakki

7.flokkur á flakki

Yngra árið lék í þvílíkri blíðu í gær í laugardalnum. Sól og logn inni í “skóginum” á þjóðarleikfangssvæðinu kom öllum í gott skap. Við sendum 4 lið til leiks og virtust allir vera glaðir en jafnframt þreyttir í leikslok því leikmenn höfðu þá spilað mjög marga leiki.

Á morgun verður svo gleði í mosfellsbænum þegar eldra árið fer með önnur 4 lið í Landsbankamót Aftureldingar.
Eins og hægt er að lesa milli línanna er flokkurinn gríðarlega stór, telur tæpa 80 leikmenn. Við erum búnir að vera duglegir að fara í mót undanfarnar helgar og framfarir allra eru greinilegar.

kveðja,
Jón Páll, Atli og Vignir

Aðrar fréttir