Actavis áfram aðalstyrktaraðili

Actavis áfram aðalstyrktaraðili

Actavis verður áfram aðalstyrktaraðili Íslandsmeistara FH í
knattspyrnu. Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis Group, og Jón
Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, undirrituðu samning
þess efnis í höfuðstöðvum Actavis í Hafnarfirði í morgun, en fyrri
samningur félaganna rann út að loknu keppnistímabilinu 2008.

Actavis hefur verið aðalstuðningsaðili FH-liðsins allar götur síðan
fyrirtækið breytti um nafn, vorið 2004, og forveri Actavis, Delta,
styrkti FH þar á undan.

FH-ingar
urðu í haust Íslandsmeistarar í knattspyrnu í fjórða sinn á fimm árum,
en þeir urðu einnig Íslandsmeistarar 2006, 2005 og 2004, auk þess að
vinna bikarmeistaratitilinn 2007.

Actavis leggur metnað sinn í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum
á starfssvæðum sínum. Með þátttöku í þeim vill Actavis láta gott af sér
leiða á sviðum sem snerta velferð barna, heilbrigði, þekkingarsköpun,
íþróttir og menningarsamskipti landanna sem félagið starfar í.

Knattspyrnudeild FH
Actavis er styrktaraðili knattspyrnudeildar FH. 

Hafnarfjarðarfélagið
hefur orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í þrjú ár í röð,
varð meistari í fyrsta sinn árið 2004 og síðan 2005 og 2006.

FH-ingar
leika í búningum merktum Actavis og ‘Risinn’ – knatthús félagsins í
Kaplakrika sem tekið var í notkun vorið 2005, er merkt Actavis og öðrum
styrktaraðilum byggingarinnar.

Frétt af www.actavis.is

Aðrar fréttir