Að tapa fyrir Haukum er okkar kynþætti ekki sæmandi

Að tapa fyrir Haukum er okkar kynþætti ekki sæmandi

Fannar Freyr Guðmundsson, FH-ingur og sonur Guðmundar Árna, sendiherra okkar Íslendinga í Svíþjóð er bjartsýnn fyrir leik handknattleikslið FH gegn Haukum í N1-deild karla en liðin mætast í Hafnarfjarðarslag á slaginu 19.30.

Jæja Fannsi.. Fyrir það fyrsta, hvernig leggst Haukaleikurinn í þig?
Fannar: “Leikurinn leggst mjög vel í mig og ég hef fulla trú á okkar mönnum. FH liðið er greinilega vel undirbúið undir átök seinni helming mótsins. Ég trúi því heldur ekki að FH ætli að tapa í enn eitt skiptið á móti Haukum. Það er okkar kynþætti ekki sæmandi.”

Einhvað sérstakt sem við þurfum að passa hjá Haukunum? Einhverjir veikleikar?
Fannar: “Haukarnir eru auðvitað hrikalega öflugir og vel samrýmdir en það eru auðvitað veikleikar í leik þeirra sem FH liðið ætti að nýta sér til hins ýtrasta… Til dæmis leyfa Frey Brynjars að fara inn í horninu og leyfa Elíasi Má að skjóta að vild í hægri skyttunni. FH liðið þarf helst að taka Sigurberg Sveins úr umferð allann leikinn en ekki bara hálfan eins og í siðasta leik. Þar sem hann gjörsmlega kláraði Bikarleikinn á móti FH upp á sitt einsdæmi. Auk þess þurfum við að passa upp á hraðaupphlaupin hjá þeim´. Og svo síðast en ekki síst að sleppa því að skjóta Birki Ívar í stuð. Ef þetta gengur upp sé ég fram á skemmtilegt mánudagskvöld í vændum!!”

En hvað getum við nýtt okkur í leik okkar enda spiluðum við frábærlega á dögunum?
Fannar: “Spila okkar leik og keyra endalaust í bakið á þeim. FH liðið er yngra og á að vera í betra formi en Haukarnir þannig að lykilatriði að keyra endalaust á þá. Og missa aldrei trúnna á verkefninu.”

Eitthvað að lokum? Á ekki að fylla Krikann?
Fannar: “Auðvitað verður krikinn fullur, Hef engar áhyggjur af því að Fhingar mæti en mér er svosem slétt sama þó það verði tómt Haukamegin enda mæta þeir ekkert sérstaklega á völlinn þrátt fyrir þeirra velgengi.  En ég hef trú á sigri og ætli ég spái ekki að FH vinni 29-28, Þar sem Óli Gúst mun eiga lokaorðið og skora þegar svona 5 sek verða eftir.”

Aðrar fréttir