Aðalfundur

Aðalfundur Fimleikafélags Hafnarfjarðar var haldinn 17.mars.  Mættu um 40 manns á fundinn, Viðar Halldórsson formaður FH sem var endurkjörinn fór yfir ársreikning aðalstjórnar sem var samþykktur. Félagið í heild sinni kom bara ágætlega út eftir erfitt Covid ár einnig var lögð fram fjárhagsáætlun aðalstjórnar fyrir 2021. Viðar Halldórsson var endurkjörinn formaður, Berglind Arnardóttir og Trausti Sigurðsson komu ný inn í stjórn. Þau komu inn í staðinn fyrir Hlyn Sigurðsson og Ágúst Þórhallson sem eru þökkuð frábær störf á undanförnum árum. Meðf.mynd er af aðalstjórn félagsins en það vantar Sigurstein Arndal og Þorgeir Jónsson á myndina.

Aðrar fréttir