
"Ætlum jafnt og þétt að bæta okkar leik" – Skilaboð frá fyrirliðanum
FH-ingar!
Nú er tímabilið komið á fullt skrið og eins og
allir vita hefur gengið á ýmsu í þessum fyrstu leikjum. Við höfum
spilað vel á köflum en einnig dottið í meðalmennskuna og jafnvel gott
betur en það. Við erum staðráðnir í því að bæta okkar leik jafnt og
þétt enda langur vetur framundan.
Næstkomandi laugardag spilum við gegn liði
Akureyrar í Krikanum en eins og menn vita eru norðanmenn taplausir á
tímabilinu. Stuðningur áhorfenda er gríðarlega mikilvægur í þeim leik
og ég hvet alla alvöru FH-inga að mæta í pallana með röddina og lófana
að vopni! Sérstaklega skora ég á FH-dýnamítið að mæta í FH-treyjum með
stemmningu og læti eins og í fyrstu leikjum tímabilsins. Það munar um
minna!
FH-kveðja,
Sigurgeir Árni Ægisson
fyrirliði