Afmælismót Haraldar Sigfúsar Magnússonar.

Afmælismót Haraldar Sigfúsar Magnússonar.

Haraldur verður 70 þann 25. júní og vill frjálsíþróttadeild FH halda til heiðurs honum veglegt mót. Haraldur var frumkvöðull að endurvakningu Frjálsíþróttadeildar FH árið 1972 og undir hans handleiðslu dafnaði deildin og vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil 1988. Frá því ári hafa karlarnir sigrað karlabikarinn óslitið, konurnar tvisvar sinnum og samanlagt 10 sinnum. Án nokkurs vafa hefur Haraldur lagt grunninn að þessu stórveldi Frjálsíþróttadeildar FH. Keppnisgreinar: Karlar: kringlukast, spjótkast, 110 m grindahlaup, langstökk, 200 m hlaup, 4×100 m boðhlaup, (400 m/800 m hlaup? kemur í ljós á mánudag) 5000 m hlaup karla eldri en 35 ára. Sveinar:100 m hlaup, 800 m hlaup Konur: kringlukast, spjótkast, (stangarstökk ? kemur í ljós á mánudag) hástökk, 200 m hlaup, 3000 m hlaup, 4×100 m boðhlaup, (800 m hlaup? kemur í ljós á mánudag) Tímaseðill og nánari útfærsla á mótinu kemur út á mánudag. Skráningar berist til Sigurðar Haraldssonar á póstfangið siggih@hafnarfjordur.is, fyrir fimmtudaginn 28. júní. Nánari upplýsingar síma 5651114. Keppnisgjald verður ekkert. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin og stigahæsti karl og stigahæsta kona fá bikara. Búningsaðstaða er í íþróttahúsinu á staðnum. Frjálsíþróttamenn fjölmennum í Krikann !

Aðrar fréttir