Afrekssjóður ÍSÍ með aukaúthlutun – Silja fær styrk

Afrekssjóður ÍSÍ með aukaúthlutun – Silja fær styrk

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í gær tillögur stjórnar Afrekssjóðs og styrktarsjóðs ungra og efnilegra íþróttamanna um aukaúthlutanir til sérsambanda ÍSÍ. Handknattleikssamband Íslands fékk úthlutað 4 milljónum króna vegna undirbúnings A-landsliðs karla vegna þátttöku á EM í janúar 2006. Fimleikasamband Íslands fékk úthlutað 300.000 kr. vegna þátttöku Rúnars Alexanderssonar og Viktors Kristmannssonar á HM í fimleikum sem haldnir verða í Ástralíu í nóvember n.k. Frjálsíþróttasamband Íslands fékk úthlutað kr. 300.000 vegna Silju Úlfarsdóttur frjálsíþróttakonu. Skíðasamband Íslands fær kr. 300.000 eingreiðslu til hvers skíðamanns sem nær lágmörkum á ÓL í Tórínó. Í dag hafa 4 skíðamenn náð lágmörkum og líklega bætast 1-2 til viðbótar. Úr sjóði Ungra og efnilegra var Blaksambandi Íslands veittur styrkur að upphæð 500.000 kr. vegna þátttöku yngri landsliða stúlkna og pilta á NM í blaki.

Fréttin er af heimasíðu ÍSÍ: www.isisport.is

Aðrar fréttir