Ágúst Elí framlengir við FH

Ágúst Elí Björgvinsson hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við FH. Ágúst Elí sem hefur verið einn af bestu markvörðum Olís deildarinnar undanfarin ár mun því verja mark FH  til ársins 2020.

„Það er ánægjulegt að Ágúst Elí hafi verið tilbúinn til að framlengja við okkur FH-inga” sagði Ásgeir Jónsson formaður hkd FH. “Það hafa félög innanlands sem og erlendis verið að líta til hans en FH hjartað hjá drengnum er það stórt að hann vildi framlengja við okkur í dag. Við FH-ingar ætlum okkur stóra hluti í framtíðinni og Ágúst Elí er risastórt púsl í þeirri mynd” sagði Ásgeir eftir undirskrift dagsins.

 

Á meðfyljandi mynd má sjá Ágúst Elí og Ásgeir handsala samninginn.

agust.eli.samningur

Aðrar fréttir