Árangur FH inga á Smáþjóðaleikunum.

Árangur FH inga á Smáþjóðaleikunum.

Jón Arnar Magnússon varð annar í 110 m grindahlaupi á tímanum 15,13 sek mótvindur (-3,8), bronsverðlaun í langstökki með 7,30 m stökki, sem er við Hafnarfjarðarmet Bjarna Þórs, Þá var Jón Arnar í sveit FH í 4×100 m boðhlaupi sem fékk bronsverðlaun. Jón Arnar varð í fjórða sæti í stangarstökki og stökk 4,60 m, hann varð einnig fjórði í kúluvarpi og varpaði 15,25 m og fjórði í spjótkasti og kastaði 56,96 m, þá lauk hann þessari maraþonkeppni með 4×400 m boðhlaupi í 5.sæti á 3:23,79 mín.
Óðinn Björn Þorsteinsson kastaði kringlunni 51,23 metra og vann til silfurverðlauna.
Eygerður Inga Hafþórsdóttir hljóp 800m á 2:17,81 mín og varð í fjórða sæti og í 1500 m hlaupi varð hún sjötta á tímanum 4:55,69 mín og var í sveit Íslands í 4×400 m boðhlaupi sem varð í fjórða sæti á tímanum 4:02,04 mín
Björgvin Víkingsson hljóp 400 metrana á 50,50 sek., en komst ekki í úrslit og var í sveit Íslands sem varð í fimmta sæti í 4×400 m boðhlaupi á tímanum 3:23,79 mín.

Aðrar fréttir