Árgangamót – síðustu forvöð að skrá sig!

Árgangamót – síðustu forvöð að skrá sig!

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á árgangamót handknattleiksdeildar FH en skráningu lýkur fimmtudaginn 29. okt.
 
Deildin hefur fengið mikil og góð viðbrögð og hafa árgangar 71, 75, 79, 80, 81, 84, 86 nú þegar skráð sig til leiks.
 
Þeir sem tilheyra þessum árgöngum sem eru taldir upp hér
eru hvattir til að mæta og vera með því engin takmörk eru á fjölda
þátttakenda.
 
Þeir sem tilheyra þeim árgöngum sem ekki eru taldir upp hér, en langar
að taka slaginn eru hvattir til að vera í sambandi við gömlu
handboltafélagana og hóa saman í lið og skrá sig.
 
Mótið hefst kl 15:00 laugardaginn 31. okt og verður leikið í riðlum, þátttökugjald er 10.000 á lið.
 
Dómarar verða leikmenn meistaraflokks karla.
 
Um kvöldið verður síðan vegleg verðlaunaafhending á Vegamótum þar sem
sigurvegarar verða krýndir ásamt því að besta “kombakkið” verður valið.
 
Séð verður til þess að árgangar á sama reki mætist svo menn fái
tækifæri til að jafna gamlan ágreining og sýna í eitt skipti fyrir öll
hvorir séu betri, eldri eða yngri. 

 
Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar er um að gera að hafa samband við eftirfarandi:
 

Hilmar Bjarki Snorrason           hilmarb@byko.is       

Sigursteinn Arndal                 sigursteinn@fh.is

Daníel Scheving                    daniel@fh.is
Heiðar Örn Arnarson              heidar@fh.is

Guðjón Óskar a.k.a Stykkið     gaui75@hotmail.com

Árni Stefán Guðjónsson          arnistefan@gmail.com



 

Aðrar fréttir