Árni ráðinn annar aðalþjálfari 2. flokks

Árni ráðinn annar aðalþjálfari 2. flokks


Árni og Alfreð

Árni Stefánsson, mikilmenni að norðan, hefur verið ráðinn annar
aðalþjálfari 2. flokks karla í handknattleik hjá FH í samstarfi við Guðfinn Kristmannsson sem hefur þjálfað liðið síðan síðasta vetur. Árni gerði garðinn frægastan sem litríkur aðstoðarþjálfari með Alfreð Gíslasyni
hjá KA á síðasta áratug þegar gullaldarlið KA var upp á sitt besta. Árni er
okkur FHingum líka mjög vel kunnugur en hann þjálfaði meistaraflokk
karla tímabilið 2004-2005.
FH.is býður Árna velkominn aftur í klúbbinn og óskar honum velfarnaðar í starfi.

Aðrar fréttir