Athyglisverður gestaþjálfari og sigur í Portúgal

Athyglisverður gestaþjálfari og sigur í Portúgal

Þjálfarar og leikmenn mfl. og 2. fl. kv. láta vel af dvölinn í Albufeira á suðurströnd Portúgal.

Stelpurnar æfa stíft og í gær lék 2. fl. æfingaleik gegn Stjörnunni sem lauk með 4-2 sigri FH.  Markaskorarar FH voru þær: Halla Marínósdóttir, Hinrika Bjarnadóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir og Ástrós Lea Guðlaugsdóttir (Baldurssonar frá Borgarfirði eystri).

Myndin hér að ofan er af Höllu Marínósdóttur, einum markaskorara FH í leiknum gegn Stjörnunni.  Halla er dóttir þeirra Möggu og Marínós sem jafnan hafa verið litrík á hliðarlínunni undanfarin ár.

Á sama tíma og leikurinn fór fram æfði mfl. kv.  Það sem vakti athygli við þá æfingu var það að gestaþjálfari var enginn annar en landsliðsmaðurinn fyrverandi og Ólsarinn Þorgrímur Þráinsson en Þorgrímur er einmitt fararstjóri Íslensku liðanna á staðnum. 
Honum er augljóslega margt til lista lagt því undanfarin ár hefur hann verið afkastamikill rithöfundur og knattspyrnuþjálfari auk þess að koma að landsliðsmálum.

Á morgun, laugardaginn 10. apríl, leikur mfl. æfingaleik gegn Haukum.  Úrslita er að vænta á fh.is.

Aðrar fréttir