Baráttan um Fjörðinn 2008 – Þjálfararnir

Baráttan um Fjörðinn 2008 – Þjálfararnir

Nú styttist í leikdag og spennan er í algleymingi í Hafnarfjarðarbæ. FH.is heldur áfram að fjalla um leikina og nýlega náðum við tali af þjálfurum karlaliðanna, þeim Elvari Erlingssyni, þjálfara FH, og Aroni Kristjánssyni, þjálfara Hauka. Þetta höfðu kapparnir að segja um þennan stórslag:

             

 

Elvar Erlingsson

 

Það hlýtur að vera gaman að fá aftur alvöru Hafnarfjarðarslag eftir fjarveru okkar frá deild þeirra bestu?

Já klárlega, þessi leikur ætti að trekkja að og hafa hátt skemmtanagildi. Við í FH bíðum spenntir eftir þessum leik og munum selja okkur dýrt á móti Hauk-unum, sem eru firnasterkir.

 

Þú hlýtur að vera ánægður með framgöngu FH-inga það sem af er móti? Erum við kannski að fara að sjá liðið gera atlögu að úrslita-keppninni í vor?

Já það er ekki annað hægt en að vera mjög ánægður með gengi liðsins, en það er ekki nema þriðjungur búinn af deildarkeppninni og við höldum því enn fast við okkar markmið, sem er að halda okkur í deildinni.

 

Hvernig finnst þér mótið hafa farið af stað almennt séð, leikir, umgjörð og slíkt?

Mótið hefur farið vel af stað, liðin hafa lagt metnað í umgjörð leikja og leikir hafa verið jafnir og fjörugir, margir ungir leikmenn eru að stíga á stokk og hafa staðið sig vel. Deildin virðist einnig vera nokkuð jöfn og virðast flest lið geta unnið hvort annað.

 

Haukarnir virka ógnarsterkir ef mið er tekið af frammistöðu þeirra í Evrópukeppninni. Eigum við einhverja möguleika gegn þeim og hvað þurfum við til að ná góðum úrslitum?

Haukarnir eru mjög vel mannaðir og reynslumiklir, enda Íslandsmeistarar og hafa staðið sig frábærlega í Meistaradeildinni. Við fyrstu skoðun ættu möguleikar okkar á

Aðrar fréttir