Bergur Ingi Pétursson keppir á HM unglinga í Grosseto á Ítalíu

Bergur Ingi Pétursson keppir á HM unglinga í Grosseto á Ítalíu

Bergur Ingi Pétursson hinn efnilegi sleggjukastari hafa verið valin til að keppa á heimsmeistaramóti unglinga í frjálsíþróttum
sem fram fer í Grosseto á Ítalíu og hefst á morgun (þriðjudag) og stendur fram á sunnudag.

Bergur hefur kastað lengst 61,36 m en það gerði hann í Evrópubikarkeppninni 19.júní sl., en lágmarkið var 60,00 m.

En keppt er með unglingasleggju (6,0 kg) á mótinu.

Bergur keppir í undankeppni sleggjukastsins á fimmtudaginn kl. 14:00 eða 15:20, (keppt er í tveimur hópum í undankeppninni)
en 12 bestu keppendurnir komast í úrslit.

Bergur er í 8. sæti á Evrópulista unglinga 19 ára og yngri með sinn árangur með karlasleggjunni.

En ásamt Bergi keppir Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármann í spjótkasti en hún á best 51.30 m en lágmarkið var í spjótkasti 49.50 m.

Aðrar fréttir