Bikarinn að hefjast í handboltanum!

Bikarinn að hefjast í handboltanum!

Jæja veturinn farinn af stað… góður sigur í fyrsta leik og menn spenntir að takast á við næsta verkefni. ÍR í fyrsta leik í bikar… ekkert nema gaman af því, fínt að fá alvöru leik í 32 liða úrslitum.
Undirbúningur

Menn voru ánægðir eftir sigur á Víking í deildinni en eru komnir niður á jörðina, hafa æft vel í vikunni, andinn góður og undirbúningur að komast á lokastig fyrir leik á mánudagskvöld. Leikurinn er jafnframt fyrsti heimaleikur okkar á tímabilinu svo að það verður ekkert til sparað.
Ástand leikmanna

Ástand leikmanna er með fínasta móti. Gummi er búinn að jafna sig eftir tak í baki, Valur orðinn frískur eftir veikindi, Hilmar kominn aftur á fullt eftir bakmeiðsli og Leo búinn að jafna sig eftir smávægileg hnémeiðsli. Heiðar er aftur á móti á leiðinni í speglun á öxl í nóvember en verður vel nothæfur í varnarleik fram að því. Hann verður svo líklega klár í slaginn eftir áramót. Liðið er því eins tilbúið og hægt er og ætla sér ekkert annað en sigur á mánudaginn!

Spökuleringar um uppstillingu: (spökuleringar endurspegla ekki uppstillingu þjálfara 🙂  )

Vinstra horn:            Gummi

Vinstri skytta:          Valur

Miðja:                         Aron

Hægri skytta:            Addi

Hægra horn:              Ari

Lína:                           Siggi

Mark:                          Leo

Skipting vörn og sókn: Heiðar


Sókn:

Gummi                                                 Ari

Valur         Siggi            Addi

Aron

Vörn:

Siggi Heiðar

Valur                         Aron

Gummi                                                 Ari

Leo

 

ÍRingar

ÍRingar eru ágætlega mannaðir. Hafa reyndar misst mjög sterka leikmenn síðan í fyrra. Þar á meðal Björgvin Hólmgeirsson, Jón Heiðar Gunnarsson og Ragnar Már Helgason. Þeir hafa samt á að skipa sterkan mannskap og hafa leikmenn eins og gömlu kempuna Ólaf Sigurjónsson, Davíð Georgsson og Brynjar S

Aðrar fréttir