
Blaðamannafundar í dag fyrir úrslitaleikinn
HSÍ boðaði til
blaðamannafundar í dag í núverandi húsakynnum Eimskips. Þar voru úrslitaleikirnir á laugardaginn n.k.í
Eimskipsbikarnum kynntir og blaðamenn tóku þjálfara og leikmenn tali. FH mætir
Stjörnunni í kvennaflokki og Valur mætir Gróttu í karlaflokki.
FH vann síðast
Bikarinn árið 1981 á meðan Stjarnan hefur unnið titilinn 5 sinnum á síðustu 20
árum.
Guðmundur
Karlsson þjálfari FH telur að þar afleiðandi ætti að vera meira hungur í sínu
liði:
: „Stjarnan er að mínu viti með besta kvennaliðið
á landinu í dag. En líkt og við í FH, þá hafa þær misst svolítið dampinn í
deildinni undanfarið og toppsætið því Hauka í bili. Þær hafa mikla sigurhefð,
eru vanar að vinna titla, meðan FH vann síðast bikarinn árið 1981. En á móti
kemur, að stelpurnar hafa mikið hungur. Hungur í sigur. Og FH er félag á
uppleið. Umgjörðin, stemmingin og árangurinn ber það greinilega með sér. Og það
er alltaf bónus að komast í svona stóran leik. En við munum
allt til þess að sigra,“
Atli Hilmarsson var auðvitað tekinn á tal líka og hann býst
við hörkuviðureign en telur sitt lið hafa farið lengri leiðina í úrslitin:
„Já, við unnum Val og Hauka á útivöllum liðið
hefur spilað frábærlega í þessum erfiðu leikjum. Mér líst vel á þennan
slag og finnst gaman að taka þátt í þessu sem þjálfari. Það eru sex leikmenn í
liðinu sem spiluðu úrslitaleikinn í fyrra og þær vita því út á hvað þetta
gengur. Nú þurfa þær að miðla þessari reynslu til hinna leikmannanna og klára
dæmið,“
Umfjöllun fh.is: Dagskrá laugardagsins – Miðasala – Rútur
- Myndir af blaðamannafundi á www.handbolti.is