Blaðamannfundur í Kaplakrika 4.febrúar 2015

Blaðamannfundur í Kaplakrika 4.febrúar 2015

Í dag skrifuðu tveir nýir leikmenn undir við FH. Það eru þeir Bjarni Þór Viðarsson og Jeremy Serwy. Einnig skrifuðu ungir og efnilegir leikmenn undir samning við félagið.

 

Bjarni Þór Viðarsson er öllum áhugamönnum um íslenska knattspyrnu kunnugur. Hann fór árið 2004 ungur á árum frá okkur FHingum til Everton þar sem hann spilaði með unglingaliðum liðsins og var stutt frá því að brjóta sér leið inn í meistaraflokk félagsins. Eftir að Bjarni fór frá Everton lék hann með liðunum Twente, Roseselare, Mechelen og nú síðast Silkeborg í Danmörku. Bjarni á fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands ásamt einum leik fyrir A landslið. Bjarni var fyrirliði í sterku U-21 landsliði Íslands sem lék á EMU-21 í Danmörku árið 2011. Við FHingar eru gríðarlega ánægðir með að fá Bjarna Þór heim til FH.

 

 

Jérémy Serwy er 23 ára kantmaður frá Belgíu. Jérémy hefur lengst af sinn feril spilað með liðum í Belgíu en hann hefur einnig leikið í þýskalandi og nú síðast með Ujpest í Ungverjalandi. 


Ungu strákarnir:

Hörður Ingi Gunnarsson

Baldur Búi Heimisson

Eggert Georg Tómasson

Sigurður Gísli Snorrason

Viktor Helgi Benediktsson

Grétar Snær Gunnarsson

Kristján Pétur Þórarinsson

Þessir ungu og efnilegu leikmenn okkar FHinga fá núna sinn fyrsta samning við félagið, fyrir utan Kristján Þórarinsson sem er að framlengja við okkur um ár. – Þessir strákar eru á aldrinum 17 til 20 ára og hafa verið að æfa með meistaraflokki félagsins í vetur og sumir lengur. Allir hafa þeir verið kallaðir inn í landsliðsverkefni á síðustu árum.

 

Aðrar fréttir