Dragi tekur við þjálfun!

Dragi tekur við þjálfun!

Dragi Pavlov hefur verið ráðinn þjálfari meistara- og 2. flokks kvenna hjá FH til næstu tveggja ára og tekur hann við þjálfarastöðunni af Aðalsteini Örnólfssyni sem hætti störfum skömmu fyrir áramótin.


Ráðningasamningur við Dragi verður formlega undirritaður í Kaplakrika, laugardaginn 7. janúar og af því tilefni er boðað til blaðamannafundar í tengibyggingu íþróttahússins kl. 14:00.

 

Markmiðið með ráðningu Dragis er að byggja upp sterkan meistaraflokk hjá félaginu með markvissu starfi og verður leitað allra ráða til þess að styrkja liðið sem mest fyrir komandi keppnistímabil. Takmarkið í byrjun er að halda sæti í efstu deild með stefnuna á miðja deild og næsta skref að koma liðinu í hóp þeirra bestu.

 

Fyrstu Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu, ?Meistaraflokkur FH 1972? verða sérstakir heiðursgestir við undirritunina auk þess sem skrifað verður undir leikmannasamninga við nokkra leikmenn.

Aðrar fréttir