Einar Rafn Eiðsson framlengir við FH til ársins 2019

Einar Rafn Eiðsson hefur framlengt samning sinn við okkur FH-inga til ársins 2019. Einar Rafn hefur verið gríðarlega afkastamikill á tímabilinu, hvoru tveggja í markaskorun og stoðsendingum, og erum við FH-ingar virkilega ánægðir að tryggja okkur krafta hans næstu árin.

“Það er ánægjulegt að framlengja við Einar Rafn á þessum tímapunkti. Einar Rafn hefur staðið sig feykilega vel með FH og er lykilleikmaður í okkar liði. Við ætlum okkur langt á næstu árum. Við erum að ganga frá langtímasamningum við alla okkar leikmenn og við ætlum einnig að bæta í hópinn. Það munu sterkir leikmenn bætast við okkar lið fyrir næsta tímabil. Við ætlum að berjast af alvöru um alla þá titla sem í boði eru næstu árin.” segir Ásgeir Jónsson formaður hkd FH.

Á myndinni sjáum við Einar Rafn og Sigurgeir Árna Ægisson, framkvæmdastjóra hkd. FH, við undirritun samningsins.

ere

Aðrar fréttir