Ferðasaga Bakkabræðra, 4.hluti.

Ferðasaga Bakkabræðra, 4.hluti.

Jæja þá er maður kominn aftur upp á hótel eftir erfiðan seinni dag hér í Svíþjóð. Veðrið var að venju gott og keppnisaðstæðurallar hinar bestu.

Dagurinn var tekinn snemma, ég og Fannar áttum að keppa í grind kl. 10:50. Það þurfti reyndar að draga mig út úr rúminuvegna minna venjulega bakeymsla en ég lék hörkutólið og mætti til keppni.

Tekin var góð upphitun áður en við skelltum okkur í blokkirnar. Ræsirinn var ekkert að flýta sér að venju, bo etra pladse,bið upp á slatta af sekúndum, færdige, önnur bið, en loks reið skotið af. Hlaupið gekk samkvæmt plani og varð Fannar ífyrsta sæti á 15,99 sekúndum og ég varð annar á 16,68 sek.

Nú fengum við um það bil 2 klukkustunda hvíld. Ef maður hefði verið aðeins sleipari í sænskunni hefði maður látið einhverjaaf yngismeyjunum nudda á sér bakið en maður lét sér nægja að sitja upp í stúku í skugganum.

Næstu greinar voru síðan langstökkið og spjótkastið. Þær voru nú á sama tíma svo Fannar ákvað að sleppa langstökkinu en égog Gauti ákváðum að hlaupa á milli.

Fannar kastaði vel í spjótinu 5 köst yfir 50m það lengsta var 54,18 sem er aðeins 32 cm frá hans besta. Við þurftum að keppaí karlaflokkinum þar sem drengirnir í okkar flokki hér í Svíþjóð kasta 700 gr spjóti og sættum við okkur ekki við það.

Ég átti alveg hreint EKKI stórkostlega stökkseríu í langstökkinu. Ógilt, 4,05, ógilt, 5,56 langt frá planka, 2,eitthvað og svo5,67 langt frá planka. Ekki mjög beysið en ég held að helv… plankinn hafi alltaf verið að færast, þetta var allavega ekkimér að kenna.

Gauti átti nú heldur ekkert sérstaka stökkseríu en þau stökk sem voru mæld voru góð. 6,04, ógilt, ógilt, ógilt, 6,38 og ógilt.Svo það var ekki bara ég sem var í vandræðum með plankann.

Gauti átti svo sérdeilis gott spjótkast þar sem hann bætti sig þegar hann kastaði 41,90m með glæsilegu kasti.

Ég hef nú verið í einhverju rugli undanfarið í spjótkastinu og var bara ánægður með að ná kasti upp á 42,88m miðað við allt.

Nú tekur við hvíld. Við förum aftur til Köben á morgun og ætlum við að pottþétt að fara í leirbað á hótelinu til að slakaá aumum vöðvum. Komum heim á þriðjudaginn.

En í heildina litið var mótið mjög fínt. Styrkleikinn hefur oft verið meiri á því en þetta er fínt til að byrja með fyrir okkur.

Meira siðar,

Kveðja, Ævar

Aðrar fréttir