FH áfram í Evrópudeildinni

FH áfram í Evrópudeildinni

FH komst í gær áfram í aðra umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir 6-2 sigur samanlagt á Glenavon. 

FH vann fyrri leikinn með þriggja marka mun, 3-0, og þeir byrjuðu gífurlega vel í gær og komust 2-0 yfir með mörkum frá Ingimundi Níels og Emil Pálssyni. Gestirnir játuðu sig ekki sigraða og jöfnuðu með tveimur mörkum og staðan skyndilega orðin 2-2.

Kristján Gauti Emilsson skoraði svo sigurmarkið 20 mínútum fyrir leikslok, en ekki var mikil hætta á ferðum þá – enda staðan samanlagt 6-2. 

FH mætir Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í næstu umferð, en fyrri leikurinn fer fram ytra á fimmtudaginn. 

Aðrar fréttir