FH fær KA/Þór í undanúrslitum

FH fær KA/Þór í undanúrslitum

FH stúlkur mæta KA/Þór í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta. Þetta kom fram nú í hádeginu þar sem Bikardrátturinn fór fram á Hótel Loftleiðum, en liðin fjögur sem berjast um hituna eru FH, Haukar, KA/Þór og Stjarnan.

Liðin sem drógust saman eru:

KA/Þór – FH 
Haukar – Stjarnan 

KA/Þór eru sýnd veiði en ekki gefin þó liðið leiki í 1. deild. Liðið lagði úrvalsdeildarlið Gróttu í 8 liða úrslitum. Stelpurnar okkar þurfa því að eiga toppleik því það er gömul klisja og sönn að allt geti gerst í Bikarkeppninni.

Leikirnir fara fram 14. og 15. febrúar.

Bikarinn í Krikann!!!

Áfram FH!

Aðrar fréttir